Samstarf við Landsbankann endurnýjað

Handbolti - Samningur við Landsbankann
Handbolti - Samningur við Landsbankann

Í gær var endurnýjaður samningur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss við Landsbankann á Selfossi sem verður áfram einn helsti samstarfsaðili deildarinnar og gildir samningurinn til loka árs 2017. Landsbankinn hefur um árabil verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar og nær samstarfið bæði til starfsemi meistaraflokka og yngri flokka félagsins.

Handknattleiksfólk á Selfossi hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs við bankann. Sem fyrr byggir starf deildarinnar á góðum stuðningi samstarfsaðila félagsins og því er mikill akkur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á borð við Landsbankann.

---

Það voru (f.v.) Magnús Matthíasson formaður handknattleiksdeildar Selfoss, Kristín Traustadóttir formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar Selfoss, Gunnlaugur Sveinsson útibússtjóri Landsbankans á Selfossi og Helga Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum á Selfossi sem undirrituðu samninginn í Landsbankanum. Þeim til aðstoðar voru f.v. Árni Geir Hilmarsson, Elva Rún Óskarsdóttir og Þuríður Ósk Ingimarsdóttir leikmenn meistaraflokka Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson