handbolti-helgi-hlynsson
Selfoss vann öruggan 26-32 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 16. umferð Olís-deildarinnar í gær en leikurinn var í járnum þangað til á síðasta stundarfjórðungnum.
Það var Stjarnan sem leiddi í hálfleik 16-14 eftir að hafa leitt með 2-4 mörkum mestan hluta fyrri hálfleiks. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn á miklum krafti og jafnaði metin eftir þriggja mínútna leik. Upp úr því seig Selfoss fram úr og náði tveggja marka forystu, 22-24, þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður, og leit ekki um öxl eftir það. Lokatölur 26-32.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson og Einar Sverrisson 7 mörk, Teitur Örn Einarsson 4, Hergeir Grímsson, Sverrir Pálsson og Guðni Ingvarsson 3, Guðjón Ágústsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2 og Andri Már Sveinsson 1 mark úr víti. Helgi Hlynsson varði 11 skot og Einar Vilmundarson 1.
Selfyssingar fara í jólafrí í 5. sæti Olís-deildarinnar með 16 stig en Íslandsmótið hefst aftur fimmtudaginn 2. febrúar að loknu HM. Strákarnir okkar taka þá á móti Gróttu í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 19:30.
---
Helgi stóð vaktina í markinu með prýði.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE