Selfoss komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu

Sölvi Ólafasson
Sölvi Ólafasson

Selfoss vann fyrsta leik sinn gegn Haukum í Schenkerhöllinni í úrslitaeinvíginu og er því komið 1-0 yfir. Leikurinn endaði 22-27 Selfoss í vil.

Haukar höfðu frumkvæðið á upphafsmínútunum en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu Selfyssingar frábærum 1-6 kafla þar sem þeir breyttu stöðunni úr 5-3 í 6-8. Selfoss var sterkari aðilinn út fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 11-14. Selfyssingar héldu forystunni fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks en Haukar voru sterkari á þessum kafla og jöfnuðu 17-17. Sölvi Ólafsson, markmaður Selfoss kom þá og lokaði rammanum, hann var alveg hreint magnaður í leiknum, með 46% markvörslu og þar af varði hann þrjú vítaskot.

Lokakafli leiksins var algjörlega frábær hjá Selfyssingum sem skoruðu átta mörk gegn tveimur á síðustu níu mínútunum og tryggðu sér öruggan 22-27 sigur.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6/2, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Haukur Þrastarson 3, Árni Steinn Steinþórsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Alexander Már Egan 2, Guðni Ingvarsson 2

Varin skot: Sölvi Ólafsson 18 (46%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is og Mbl.is.

Selfoss er því komið 1-0 yfir í einvíginu og næsti leikur er hér heima í Hleðsluhöllinni kæru, föstudaginn 17. maí kl 19:30. Forsala miða fer fram í Hleðsluhöllinni á fimmtudag á milli kl 18-20.


Mynd: Sölvi var frábær í kvöld með tæplega 50% markvörslu
Umf. Selfoss / BFB