Selfoss sigraði Aldursflokkamótið í frjálsum íþróttum

Sigurlið Selfoss á Aldursflokkamóti HSK 11-14 ára
Sigurlið Selfoss á Aldursflokkamóti HSK 11-14 ára

Aldursflokkamót HSK 11-14 ára fór fram í Lindexhöllinni 25.janúar sl. Mörg afrek litu dagsins ljós og margir að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinu. Lið Selfoss sigraði stigakeppni með 288 stig en Dímon varð í öðru sæti með 202,5 stig. Magnús Tryggvi Birgisson var atkvæðamestur í liði Selfoss en hann sigraði allar 5 greinarnar í 14 ára flokki og varð fimmfaldur HSK meistari. Hilmir Dreki Guðmundsson varð þrefaldur HSK meistari í flokki 12 ára og Ásta Kristín Ólafsdóttir varð þrefaldur HSK meistari í flokki 14 ára.

 

HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:

12 ára flokkur:

Andri Már Óskarsson: 60m hlaup 9,65 sek

Hilmir Dreki Guðmundsson: 60m grind 12,49 sek - hástökk 1,20m - langstökk 4,14m -kúluvarp 6,88m

13 ára flokkur

Andri Fannar Smárason: 60m grind 11,99sek

Hildur Þórey Sigurðardóttir: 60m hlaup 9,68 sek

Þórhildur Salka Jónsdóttir: 60m grind 13,10 sek – Langstökk 3,58m

14 ára flokkur

Magnús Tryggvi Birgisson: 60m hlaup 8,75 sek –60m grind 12,02 sek – hástökk 1,40m – langstökk 4,58m – kúluvarp 9,64m

Ásta Kristín Ólafsdóttir: 60m hlaup 9,22 sek – Hástökk 1,31m – kúluvarp 8,70m

 

Verðlaunahafar í hástökki í flokki 14 ára stúlkna. Tvöfaldur Selfosssigur. Ásta Kristín á efsta palli, Elísabet Freyja önnur og Hafdís Laufey frá Heklu í 3.sæti.

Þrefaldur Selfosssigur í 60m hlaupi 14 ára. Magnús Tryggvi á  efsta palli, Birkir Aron í 2.sæti og Hróbjartur í 3.sæti

Heiðdís Lilja í 2.sæti og Bjarkey í 3.sæti í hástökki.  Á efsta palli er Madeleini Anita frá Dímon

Bergrún Eyland, Þórhildur Salka, Anna Sigríður og Lilja María kepptu í mörgum greinum á mótinu