Atli Ævar Ingólfsson
Selfoss sigraði FH með þremur mörkum, 26-23, í fullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld.
Selfyssingar byrjuðu af krafti og náðu fljótt að slíta sig frá FH-ingum og á 18. mínútu var munurinn orðinn 6 mörk, 12-6. En FH svaraði fyrir sig og sóknarleikur Selfoss hvarf, staðan í hálfleik 13-8. Áfram héldu FH-ingar á saxa á forskotið á meðan Selfoss náði ekki að skora í heilar 17 mínútur. FH náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 14-12, en nær komust gestirnir ekki og Selfoss sigldi þriggja marka sigri í höfn, 26-23.
Liðið er því í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, stigi á eftir Haukum.
Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Hergeir Grímsson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Haukur Þrastarson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Alexander Már Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Guðni Ingvarsson 1
Varin skot: Pawel Kiepulski 7 (26%)
Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is, Sunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Nú fær meistaraflokkur karla smá frí vegna bikarkeppninnar næstu helgi og næsti leikur ekki fyrr en 18.mars gegn KA.