Selfoss styrkti stöðu sína

Steinunn Hansdóttir (1)
Steinunn Hansdóttir (1)

Selfoss tók á móti Aftureldingu í 20. umferð Olís-deildarinnar á laugardag.

Það var jafnræði með liðunum í upphafi en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Selfoss náð forystu 10-5 og þrátt fyrir að Afturelding næði að hægja á Selfyssingum var fimm marka munur í hálfleik 17-12. Í síðari hálfleik dró jafnt og þétt í sundur með liðunum og að endingu vann Selfoss öruggan sigur 32-21.

Adina Maria Ghidoarca var markahæst með 10 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Kara Rún Árnadóttir og Kristrún Steinþórsdóttir 2 og Margrét Katrín Jónsdóttir, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 1 mark hver.

Nánar er fjallað um leikinn á vefnum FimmEinn.is þar sem einnig má finna viðtal við Steinunni. Einnig er gaman að geta þess að Adina Maria hefur nú skorað yfir 100 mörk í Olís-deildinni í vetur.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 22 stig og sækir Valskonur heim í næstu umferð miðvikudaginn 2. mars kl. 19:30.

---

Steinunn Hansdóttir setti nokkur glæsileg mörk í leiknum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE