Sund HSK - Hérðasmót
Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði þriðjudaginn 12. maí sl. og mættu 24 keppendur á mótið frá fjórum félögum.
Kári Valgeirsson frá Selfossi vann besta afrek mótsins, en hann fékk 489 FINA stig fyrir 100 m skriðsund. Kári varð einnig stigahæsti sundmaður mótsins með 18 stig, en hann sigraði í þremur greinum til stiga.
Selfoss vann stigabikarinn, en félagið fékk 98 stig. Hamar varð í öðru sæti með 65 stig og Dímon endaði í þriðja sæti með 46 stig.
Hér að neðan má sjá upptalningu á HSK meisturum í sundi í ár, en heildarúrslit og fleiri myndir má sjá á heimsíðu HSK.
HSK meistarar:
50 m flugsund
Heiða Hlín Arnardóttir Hamar 42,25
Kári Valgeirsson Selfoss 32,28
50 m baksund
Guðrún Rós Guðmundsd. Hamar 46,45
Kári Valgeirsson Selfoss 39,63
50 m bringusund
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 48,39
Oliver G. Figlarski Selfoss 53,75
50 m skriðsund
Heiða Hlín Arnardóttir Hamar 35,66
Kári Valgeirsson Selfoss 28,57
100 m baksund
Ástríður Björk Sveinsd. Dímon 1:54,53
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:27,56
100 m skriðsund
Guðrún Rós Guðmundsd. Hamar 1:20,60
Kári Valgeirsson Selfoss 1:06,50
200 m fjórsund
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 2;57,00
100 m bringusund
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 1:52,47
Högni Þór Þorsteinsson Dímon 1:40,88
100 m flugsund
Guðjón Ernst Dagbjartsson Hamar 1:36,69
Stig félaga:
Umf. Selfoss 98 stig
Íþr.f. Hamar 65 stig
Íþr.f. Dímon 46 stig
Umf. Þór 4 stig
---
Ljósmynd: HSK