Selfyssingar á sigurbraut gegn KR

Handbolti - Elvar Örn Jónsson
Handbolti - Elvar Örn Jónsson

Selfoss fékk KR-inga í heimsókn í Vallaskóla á föstudag og var búist við öruggum sigri heimamanna gegn botnliðinu. Það var þó ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að Selfyssingar komust yfir í leiknum. Þeir bættu í það sem eftir lifði hálfleiksins og var staðan í hálfleik 14-9. Í seinni hálfleik hélst munurinn á liðunum yfirleitt 5-7 mörk en lokatölur urðu 27-18 fyrir Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess er viðtali við Rúnar Hjálmarsson á vefnum FimmEinn.is.

Mörk Selfoss skoruðu Elvar Örn Jónsson 7, Andri Már Sveinsson 6, Atli Kristinsson 5, Gunnar Páll Júlíusson 3, Sverrir Pálsson 2, Hergeir Grímsson, Árni Geir Hilmarsson, Örn Þrastarson og Rúnar Hjálmarsson 1. Helgi Hlynsson varði 13 skot og Birkir Fannar Bragason 5 skot.

Selfyssingar eru sem fyrr hnífjafnir Fjölnismönnum í 2.-3. sæti deildarinnar og mæta Mílan í stórleik í íþróttahúsi Vallaskóla föstudag 4. mars kl. 19:30.

---

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE