Handbolti - Selfoss sigraði Ragnarsmótið
Fyrri hluta Ragnarsmótsins í handbolta lauk í gær með sigri Selfyssinga í kvennaflokki. Fjögur lið tóku þátt og urðu heimakonur hlutskarpastar eftir sigur á Fylki 32-25 og Val 33-26 auk þess sem þær gerðu jafntefli gegn Haukum 26-26.
Selfoss hlaut 5 stig, Valur 4 stig, Haukar 3 en Fylkir var án stiga.
Selfoss fékk bikar í mótslok auk þess sem veitt voru einstaklingsverðlaun sem sérstök dómnefnd hafði umsjón með. Þar voru Selfyssingarnir og systurnar Hulda Dís og Hrafnhildur Hanna Þrastardætur verðlaunaðar. Hulda Dís var besti varnarmaðurinn og Hanna besti leikmaður mótsins.
Einstaklingsverðlaun:
Markahæsti leikmaður: Christine Rishaug, Fylki 27 mörk
Besti markmaður: Ástrós Bender, Val
Besti varnarmaður: Hulda Dís Þrastardóttir, Selfoss
Besti sóknarmaður: Maria Pereira, Haukum
Besti leikmaður: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Seinni hluti mótsins hefst á miðvikudag þegar strákarnir hita klístrið gegn ÍBV. Mótinu verður framhaldið daginn eftir með leikjum Selfoss gegn Haukum og ÍBV gegn Val. Lokaumferðin fer fram á laugardag þegar strákarnir okkar leika gegn Val kl. 14 en áður mætast lið ÍBV og Hauka.
Það er frítt í húsið og næg bílastæði. Áfram Selfoss.
---
Selfyssingar eru sigurvegarar í kvennaflokki á Ragnarsmótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss