Sex fulltrúar HSK/Selfoss boðaðir á æfingar úrvalshóps unglinga

úrvalshópur
úrvalshópur

Um liðna helgi fóru fram í Reykjavík æfingabúðir úrvals-og afrekshóps Frjálsíþróttasambands Ísland hjá unglingum 15 - 22 ára. HSK/Selfoss á fimm glæsilega fulltrúa í úrvalshópnum.

Fulltrúar HSK/Selfoss eru þau Sverrir Heiðar Davíðsson Selfoss fyrir spjótkast, Styrmir Dan Steinunnarson Þór Þorlákshöfn fyrir hástökk, Harpa Svansdóttir Selfoss fyrir kúluvarp, Helga Margrét Óskarsdóttir Selfoss fyrir kúluvarp og spjótkast, Sigríður Helga Steingrímsdóttir Hrunamönnum fyrir kúluvarp og Ragnheiður Guðjónsdóttir Hrunamönnum fyrir kúluvarp.

Um 60 unglingar viðsvegar af landinu æfðu saman við bestu aðstæður og drukku í sig fróðleik um þjálfun, næringu og slökun. Auk þess var farið  í sund, út að borða og í bíó til að efla andann í hópnum. Nauðsynlegir viðburðir til að veita íþróttafólkinu aðhald og stuðning.

Á myndinni sem fylgir fréttinni eru þær Helga Margrét og Ragnheiður kampakátar eftir gott gengi á Íslandsmeistaramóti sl. sumar.