Hergeir Grímsson
Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.
Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar. Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum. Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks. Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil. Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð. Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).
Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.
Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk.
Umf. Selfoss / Sigurður Ástgeirsson