Perla í eldlínunni
Meistaraflokkar karla og kvenna gerðu góða ferð í kaupstaðinn í dag og sóttu þangað fjögur stig. Stelpurnar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Stjörnunni og strákarnir unnu góðan tveggja marka sigur á Fram.
Stjarnan 27-32 Selfoss
Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forystu, munurinn varð mestur fimm mörk í fyrri hálfleik, 7-12. Þá kom góður kafli hjá Stjörnukonum sem náðu að jafna í 14-14, staðan í hálfleik var 16-15. Selfoss jafnaði síðan fljótt aftur í 18-18 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til Selfoss náði að slíta sig frá Stjörnunni þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Þær lokuðu síðan leiknum með stæl og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 27-32.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 7, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3/2, Carmen Palamariu 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sarah Boye 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 15 (36%)
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Fram 29-31 Selfoss
Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-3. Framarar náðu að jafna leikinn í 4-4 og náðu síðan að komast yfir, mest þremur mörkum, í 11-8. Selfoss fínstillti sinn leik og náðu aftur yfirhöndinni áður en langt um leið, staðan í hálfleik 15-18. Selfoss hafði yfirhöndina í seinni hálfleik og hélt Frömmurum tveimur til þremur mörkum frá sér. Selfyssingar nýttu þó tækifærið og gerðu leikinn spennandi undir lokin þar sem Fram minnkaði muninn niður í eitt mark. Selfoss stóðust þó áhlaupið og vörðu stigin tvö og lokatölu 29-31.
Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Elvar Örn Jónsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2
Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (38%), Pawel Kiepulski 1 (10%)
Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Stelpurnar eru áfram í botnsæti deildarinnar og geta ekki bjargað sér þaðan, þær fara í Digranesið á þriðjudag og spila þar sinn síðasta leik í deildinni gegn HK. Strákarnir eru í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum. Þeir eiga leik gegn botnliði Gróttu hér heima á miðvikudaginn n.k.
Perla Ruth var mögnuð í leiknum í dag, með 9 mörk í 9 skotum.
JÁE