Sigur í tvíframlengdum háspennuleik

Handbolti - Leikur 3 Fjölnir-Selfoss (3)
Handbolti - Leikur 3 Fjölnir-Selfoss (3)

Það var enn einn háspennuleikur þegar Fjölnir og Selfoss mættust í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni í Grafarvogi í gær.

Tvíframlengja þurfti leikinn áður en Selfyssingar tryggðu sér sigur. Það var Teitur Örn Einarsson sem jafnaði fyrir Selfyssinga á lokasekúndum venjulegs leiktíma 25-25. Eftir fyrri framlengingu var enn jafnt 29-29 en Selfyssingar voru sterkari í seinni framlengingunni og lönduðu sigri 33-34.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Á vefnum FimmEinn.is má finna myndband af því þegar Teitur Örn jafnar leikinn á ögurstundu.

Teitur Örn var markahæstur með 9 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 5, Atli Kristinsson og Andri Már Sveinsson 4, Guðjón Ágústsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 3, Örn Þrastarson og Sverrir Pálsson 2 og Hergeir Grímsson og Árni Guðmundsson 1 mark hvor.

Liðin mætast í fjórða sinn á Selfossi kl. 16 á morgun, sunnudaginn 1. maí. Oddaleikur umspilsins fer svo fram í Dalhúsum í Grafarvogi miðvikudaginn 4. maí.

---

Teitur Örn hefur blómstrað í umspilinu gegn Fjölni.

Reynsluboltarnir Birkir Fannar og Atli leiddu strákana yfir erfiða hjalla í gær og misstu aldrei trú á verkefninu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE

Handbolti - Leikur 3 Fjölnir-Selfoss (4) Handbolti - Leikur 3 Fjölnir-Selfoss (1)