Olísdeildin
Selfyssingar tóku á móti Stjörnunni í Olís-deildinni í gær. Selfossliðið átti í fullu tré við Stjörnukonur í fyrri hálfleik en einu marki munaði á liðunum í hálfleik 11-12 fyrir Stjörnuna. Allt annað var upp á teningnum í seinni hálfleik þegar stelpurnar okkar sáu vart til sólar og fór svo að Stjarnan vann þrettán marka sigur 18-31.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með 5 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Adina Ghidoarca 3, Perla Ruth Albertsdóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir og Steinunn Hansdóttir 1 mark hvor.
Liðið sem fyrr í 7. sæti deildarinnar og næsti leikur liðsins er á útivelli gegn HK laugardaginn 2. apríl kl. 13:30.