Teitur Örn í Þýskalandi með U-18

teitur
teitur

Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.

Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk. Í næsta leik hafðist einnig sigur 33-18 gegn Hollandi og þar var Teitur Örn einnig markahæstur með 8 mörk. Í síðasta leik riðilsins báru strákarnir síðan sigur úr býtum gegn Póllandi 27-18 og þar var Teitur með 3 mörk

Ísland mætti síðan Rúmeníu í undanúrslitum þar sem súrsætur sigur vannst, súr vegna þess að besti maður liðsins fór meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik, við rannsóknir á háskólasjúkrahúsinu í Saarbrücken kom í ljós að Teitur hafði ristarbrotnað og gat Teitur því ekki tekið frekari þátt í mótinu og missti því af úrslitaleiknum gegn Þýskalandi, sem tapaðist.

Teitur sem hefur verið lykilmaður í meistaraflokksliði Selfoss í vetur mun verða frá í 4-6 vikur en þess má geta að næsti leikur Selfoss er ekki fyrr en 5.febrúar.

Sendum Teiti okkar bestu batakveðjur.

https://www.youtube.com/watch?v=GFkSOyAoui8

MM