Anna Metta Óskarsdóttir stóð sig vel á Reykjavíkurleikunum
Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, mánudagskvöldið 27. janúar. Mikil gleði ríkti á vellinum og ekki síður í fullum áhorfendastúkunum, en fjöldi fólks var mættur á svæðið til að hvetja áfram okkar allra besta frjálsíþróttafólk.
Þrír keppendur Frjálsíþróttadeildar Selfoss fengu boð um að keppa á leikunum. Hjámar Vilhelm Rúnarsson keppti í B riðli í 60m hlaupi og kom áttundi í mark á tímanum 7,58 sek. Hann keppti einnig í kúluvarpi í 16-17 ára flokki þar sem hann endaði annar með 14,96m. Þorvaldur Gauti Hafsteinsson keppti í B riðli í 400m hlaupi karla og endaði þriðji í riðlinum á 55,34 sek en hann datt í startinu en sýndi ótrúlega elju þegar hann stóð upp og kláraði hlaupið. Að lokum keppti Anna Metta Óskarsdóttir í 60m hlaupi í flokki 15 ára og yngri en hún kom önnur í mark á tímanum 8,41 sek.