Umf. Selfoss gagnrýnir breytingar hjá HÍ á Laugarvatni

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Á seinasta fundi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss var tekið heilshugar undir ályktun stjórnar Héraðssambandsins Skarphéðins er varðar breytingar á grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni.

Þar var mótmælt harðlega „þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að allt grunnnám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Þessar hugmyndir hafa m.a. verið nefndar í skýrslu til rektors Háskóla Íslands sem nefnist „Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“. Í skýrslunni eru birtir þrír möguleikar á breytingu á þessu námi. Eftir að skýrslan var birt hefur komið fram gagnrýni á framsetningu hennar og fullyrðingar í henni sem kalla á frekar skoðun á þessum málum og meiri íhugun á þeim möguleikum sem í boði eru.“

Umf. Selfoss hefur um árabil átt gott samstarf við menntavísindasvið Háskóla Íslands á Laugarvatni og vonast til að svo verði áfram. Íþróttastarf á Selfossi hefur notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin er einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.