Merki HSK - Logo
Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss á dögunum. Þrjú félög sendu keppendur til leiks. Óvenjugóð þátttaka var í flokkum 10 ára og yngri, en 35 krakkar tóku þátt. Í þeim aldursflokki fengu allir jafna viðurkenningu, en í flokkum 11 ára og eldri var keppt um gull, silfur og brons.
Umf. Selfoss hafði mikla yfirburði í stigakeppni félaga og hlaut samtals 132 stig. Hamar varð í ðru sæti með 25 stig og Dímon varð í því þriðja með 5 stig.
Sem fyrr var veittur svokallaður bætingabikar, en hann hlýtur sá keppandi sem bætir sig mest frá síðasta unglingamóti. Sóldís Ósk Baldvinsdóttir Umf. Selfoss fékk bikarinn, en hún synti 50 metra baksund á 1;26,22 mín og bætti sig um 34,6 sek.
Heildarúrslit og fleiri myndir má sjá á www.hsk.is.
Úr fréttabréfi HSK.