Selfoss_merki_nytt
Fimleikadeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara.
Hjá deildinni er öflugt barna-, unglinga- og afreksstarf og þar starfar sterkt teymi þjálfara, iðkenda og sjálfboðaliða. Yfirþjálfari ber ábyrgð á faglegri umgjörð deildarinnar og starfsmannahaldi í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn deildarinnar. Gert er ráð fyrir að yfirþjálfari sinni þjálfun með starfi sínu og geti þannig verið um fulla stöðu að ræða.
Leitað er að fimleikaþjálfara með reynslu af hópfimleikum og þjálfaragráðu í fimleikum eða sambærilega menntun, dómararéttindi í hópfimleikum eru stór kostur. Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, búa yfir skipulagshæfileikum, vera lausnamiðaður, hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, metnað fyrir starfinu og sýna frumkvæði og dugnað. Mjög spennandi tækifæri í boði fyrir réttan aðila. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1.ágúst 2016.
Upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra Olgu Bjarnadóttur eða á fimleikarselfoss@simnet.is.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, starfs- og þjálfarareynslu skal skila fyrir 2. maí á sama netfang.
Stjórn Fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss