Knatthús
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ.
Úthlutað var 15 milljónum króna til byggingu yfirbyggðs knatthúss á Selfossi en alls var úthlutað til 25 verkefna, samtals um 170 milljónum króna. Í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla kröfur vegna leyfiskerfis KSÍ. Vilyrði fyrir styrk þarf að endurnýja fyrir þau verkefni sem ekki hefjast á árinu.
Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Nánar er fjallað um verkefnið á vef DFS.