5 Grunnskólamet slegin á 21. Grunnskólamóti Árborgar

grunnsk
grunnsk

 

Það voru 142 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar í frjálsum íþróttum sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 21. sinn þann 28.mai sl. í ágætis veðri Glæsilegur árangur  náðist í mörgum greinum og voru 5 grunnskólamet slegin á mótinu.

Magdalena Ósk Einarsdóttir, Sunnulækjarskóla, sigraði í öllum þremur keppnisgreinunum í flokki 5.bekkjar,  60m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Vallaskóla, lék sama leik og Magdalena og sigraði í öllum þremur keppnisgreinunum, 60m hlaupi, langstökki og kúluvarpi auk þess sem hann setti Grunnskólamet í kúluvarpi.

Eydís Arna Birgisdóttir, Vallaskóla, sigraði í 60m hlaupi í flokki 6.bekkjar á nýju Grunnskólameti og hún sigraði einnig í langstökki. Hulda Hrönn Bragadóttir, Vallaskóla, sigraði i kúluvarpi í flokki 6.bekkjar. Dominic Þór Fortes, Vallaskóla, sigraði í 60m hlaupi í flokki 6.bekkjar og Eyþór Birnir Stefánsson Sunnulækjarskóla, sigraði í langstökki og kúluvarpi 6.bekkjar.

Í flokki 7.-8.bekkjar sigraði Álfrún Diljá Kristínardóttir, Vallaskóla, í 100 m hlaupi, og kúluvarpi. Melkorka Katrín Hilmisdóttir, Sunnulækjarskóla, stökk lengst allra  i langstökki og Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir , Sunnulækjarskóla, sigraði í spjótkasti. Tómas Þorsteinsson, Vallaskóla, sigraði í þremur keppnisgreinum í flokki 7.-8.bekkjar, 100m hlaupi, langstökki og kúluvarpi og Oliver Jan Tomczyk, Sunnulækjarskóla, sigraði í spjótkasti.

Eva María Baldursdóttir, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi, í flokki 9.-10.bekkjar og í sama flokki sigraði Hrefna Sif Jónasdóttir,Vallaskóla,  í spjótkasti og Thelma Karen Siggeirsdóttir, Sunnulækjarskóla, kastaði spjótinu lengst. Hjalti Snær Helgason sigraði í spjótkasti í flokki 9.-10.bekkjar og setti nýtt Grunnskólamet, Sebastian Þór Bjarnason, Vallaskóla, sigraði í kúluvarpi og Ísar Máni Sigurjónsson, Sunnulækjarskóla, sigraði í 100m hlaupi og langstökki.

Keppendur í 1.-4.bekk  fengu allir þátttökuverðlaun en tvö  grunnskólamet litu dagsins ljós hjá yngstu keppendunum.  Ásta Kristín Ólafsdóttir Sunnulækjarskóla setti Grunnskólamet í langstökki i í 2.bekk og Bryndís Embla Einarsdóttir setti Grunnskólamet í langstökki hjá 4.bekk.

Öll úrslit mótsins má sjá á síðunni: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000496