Brian Jörgensen með æfingu í Hrýsmýri 2022
Æfingar hófust hjá Motocrossdeild fyrstu vikuna í júní og fóru vel af stað. Við verðum í sumar með fjölbreytt úrval þjálfara sem koma að þjálfun á námskeiðinu hjá okkur.
Æfingar verða sem hér segir flest alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19:00-21:00.
Vikan veður með öðru sniði þann 12. júní - 15. júní verður Brian Jörgensen fyrrum atvinnumaður í motocross og keppandi í MXGP með æfingarnar í samstarfi við Vélhjólaklúbbinn VÍK og verða æfingar alla dagana og eru þær lengri.
12. júní verður æfing á Selfossi frá kl. 16:00-21:00
13. júní verður æfing í Bolaöldu frá kl. 16:00-21:00
14. júní verður æfing á Selfossi frá kl. 16:00-21:00
15. júní verður æfing í Bolaöldu frá kl. 16:00-21:00
Þessi þjálfun er hluti af námskeiðinu hjá eldri hóp hjá okkur en hægt verður að bætast í hópinn stakan dag sem kostar þá 10.000.kr eða 30.000.kr fyrir alla 4 dagana.
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum Sportabler , einnig bendum við fólki ef það vantar upplýsingar þá er best að hafa samband í gegnum Facebook síðu deildarinnar.