Rafíþróttir - Vinnustofa
Laugardaginn 4. mars var haldin hörku góð vinnustofa um rafíþróttir í samvinnu Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar. Fimmtán áhugasamir einstaklingar mættu á svæðið og þar af fulltrúar frá rafíþróttastarfinu hjá nágrönnum okkar í Þorlákshöfn.
Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasamtökum Íslands stýrði deginum. Dagurinn opnaði á áhugaverðum fyrirlestri Ólafs um rafíþróttir og starf í kringum þær með almennum hætti. Síðari hluti dagsins fór í að skoða starfið í meiri nærmynd og praktísk verkefni unnin.
Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið góður innblástur fyrir viðstadda enda gefandi að hlusta á fólk tala af ástríðu um áhugamálin sín.
Við hlökkum svo til að tala um næstu skref hjá okkur.
áþg
---
Ánægður hópur og margs fróðari að lokinni vinnustofu.
Ljósmynd af fésbókarsíðu rafíþróttanefndar Umf. Selfoss