Anna Metta einbeitt á svip
Aðventumót Ármanns var haldið í Laugardalshöllinni þann 16.desember og tóku nokkrir keppendur þátt frá frjálsíþróttadeild Selfoss. Hin 13 ára stórefnilega Anna Metta Óskarsdóttir stóð sig frábærlega þegar hún stökk 5,05m í langstökki og setti HSK met í flokki 13 ára. Hún bætti HSK metið um 15 cm en þær Helga Fjóla Erlendsdóttir og Sólveig Þóra Þorsteinsdóttir áttu fyrra metið. Anna Metta varð í öðru sæti í langstökki 13 ára auk þess sem hún varð í öðru sæti í 600m hlaupi á tímanum 2:07,17 mín og í kúluvarpi með 8,20m löngu kasti. Hún bætti síðan enn einum verðlaunum i safnið í 60 m hlaupi þar sem hún kom í mark á tímanum 8,80 sek. Anna Metta gerði sér einnig lítið fyrir og sigraði í þrístökki í kvennaflokki með 10,69m stökki. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson sem er 15 ára keppti í karlaflokki og sigraði í kúluvarpi með 10,81m löngu kasti og bætti sig í 200m hlaupi þegar hann kom þriðji i mark á tímanum 24,71 sek. Daníel Breki Elvarsson varð í 2-3 sæti i kúluvarpi þegar hann vippaðí sér yfir 1,80m í karlaflokki. Hanna Dóra Höskuldsdóttir bætti sig í kúluvarpi í flokki 16-17 ára þegar hún kastaði kúlunni 11,70m og vann til bronsverðlauna. Að lokum hljóp hin 15 ára gamla Hugrún Birna Hjaltadóttir vel í 400m hlaupinu er hún kom í mark á tímanum 61,85 sek og bætti sinn besta tima innahúss um 1,47 sekúndu og var ekki langt frá HSK metinu í sínum flokki sem er 61,51 sek.