26.06.2014
Um helgina fara fram fjórðungsúrslit í . Selfoss tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum kl. 14:30 á laugardag.Á föstudag mætast Þróttur og Stjarnan á Valbjarnarvelli annars vegar og hins vegar Fylkir og KR á Fylkisvellinum. Á laugardeginum leika Valur og Breiðablik á Vodafone-vellinum.Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.
26.06.2014
Æfingar hjá Mótokrossdeildinni eru hafnar af fullum krafti og eru fjölmargir krakkar á bilinu 6-16 ára sem æfa hjá deildinni á þriðjudags og fimmtudagskvöldum klukkan 19:00 í mótokrossbrautinni við Hrísmýri.
25.06.2014
Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmóti ÍA á Akranesi um seinustu helgi. Selfoss átti fjögur lið á mótinu og stóðu þau öll fyrir sínu.
25.06.2014
Forskráning á æfingar hjá Fimleikadeild Umf. Selfoss fyrir haustið er hafin. Forskráningin stendur til 10. ágúst og aðeins þeir sem skrá sig fyrir þann tíma eiga tryggt pláss.
25.06.2014
Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 3-5 sigur Stjörnunnar í bráðfjörugum leik.Stelpurnar byrjuðu af krafti og Dagný Brynjarsdóttir kom Selfoss yfir strax í upphafi leiks.
23.06.2014
Tólf krakkar frá Selfossi fóru og kepptu á Gogga galvaska í Mosfellsbænum um síðustu helgi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu samtals til 35 verðlauna, 14 gull-, 14 silfur- og 7 bronsverðlauna.Okkar krakkar gerðu sér líka lítið fyrir og settu 3 Goggamet á mótinu. Kolbeinn Loftsson, 12 ára, bætti 22 ára gamalt met í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1,55 m og var hársbreidd frá því að jafna Íslandsmetið í sínum flokki þegar hann felldi 1,60 m naumlega. Hjalti Snær Helgason, 11 ára, bætti metið í spjótkasti með glæsilegt kast upp á 28,43 m og Pétur Már Sigurðsson, 14 ára, setti nýtt met í kringlukasti (1 kg) með kasti upp á 39,54 m.Þau sem unnu til verðlauna voru eftirfarandi:Eva María Baldursdóttir, 11 ára: 1.
23.06.2014
Selfyssingar urðu að sætta sig við tap á heimavelli gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild á laugardag.Eftir að Selfyssingar höfðu ráðið ferðinni í fyrri hálfleik voru það Djúpmenn sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.
23.06.2014
Þessi glæsilegi hópur 3. flokks karla sem varð bikar- og deildarmeistarar í vetur er nú kominn til Barcelona á Spáni þar sem þeir taka þátt í Granollers cup dagana 23.-30.
21.06.2014
Sjö nýjir svartbeltingar bættust í hópinn hjá Taekwondodeild Umf. Selfoss í dag auk þess sem einn bætti við sig gráðu.Daníel Jens Pétursson tók próf fyrir 3.
20.06.2014
Dagný Brynjarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Ísland sem vann öruggan heimasigur á Möltu með fimm mörkum gegn engu í undankeppni fyrir HM í Kanada í gær.Dagný stóð fyrir sínu á miðjunni og skoraði fjórða mark Íslendinga í leiknum eftir mikla orrahríð í markteig Möltu.Varnarmaðurinn Thelma Björk Einarsdóttir var einnig kölluð inn í hópinn en kom ekkert við sögu í leiknum.Ísland er með 13 stig í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum en þjóðirnar mætast í næsta leik ríðilsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21.