Árið gert upp

67126979_1291537217675993_9148147041875001344_o
67126979_1291537217675993_9148147041875001344_o

Meistaraflokkur karla tók sinn árlega áramótabolta í íþróttahúsinu í Vallaskóla í vikunni og er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Áður en boltinn hófst afhenti knattspyrnudeild nokkrum leikmönnum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í sumar.

Þorsteinn Aron Antonsson var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins. Þorsteinn steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í sumar og vann sér inn fast sæti í liðinu með frábærri frammistöðu leik eftir leik. Frammistaðan vakti athygli enska félagsins Fulham sem keypti Þorstein í haust. Þorsteinn spilar í hjarta varnarinnar með U18 liði Fulham og stendur sig vel.

Markakóngur tímabilsins er Hrvoje Tokic en hann var jafnframt markahæstur í 2. deildinni. Hann skoraði fimmtán mörk í jafnmörgum leikjum. Árið var ekki bara gott innan vallar hjá Tokic en hann gifti sig undir lok árs og á von á sínu fyrsta barni í vor. Til hamingju Tokic!

Guðjónsbikarinn hlaut Ingvi Rafn Óskarsson en bikarinn er veittur fyrir mikilvægt framlag til klúbbins sem og jákvæðni innan sem utan vallar. Ingvi lék nítján leiki á tímabilinu og skrifaði undir nýjan samning í haust.

Stefán Þór Ágústsson, markvörður, fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Stefán bætti sig mikið í sumar og stimplaði sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar. Stefán lék alla leiki liðsins í sumar. Hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í sumar. Ásamt því að æfa og spila með meistaraflokki mun Stefán þjálfa yngri flokka markmenn innan félagsins.

Besti leikmaður tímabilsins er Danijel Majkic. Danijel gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið en hann kom til landsins í febrúar. Danijel lék á miðjunni í sumar og var stórkostlegur bæði innan sem utan vallar. Hann var staðráðin því frá degi eitt að ætla hjálpa liðinu upp um deild og tókst honum ætlunarverk sitt ásamt öllum öðrum leikmönnum. Danijel á fjölskyldu í heimalandinu en vegna heimsfaraldurs náðu þau ekki að heimsækja Selfoss né Danijel að heimsækja þau þegar frí gafst. Þær frábæru fréttir bárust síðan eftir tímabili að Danijel hafi skrifað undir nýjan samning og mun spila í vínrauðutreyjunni í Lengjudeildinni næsta tímabil. Til hamingju Danijel!