Baráttusigur í Kaplakrika

ElliMotM
ElliMotM

Selfoss eru enn taplausir, eitt liða, eftir sigur á FH í gærkvöldi.  Leikurinn endaði 27-30 eftir afar spennandi lokamínútur, en við erum búin að læra það á Selfossi að handboltaleikir eru 60 mínútur.

Leikurinn byrjaði í jafnvægi, en hægt og bítandi sigldu Hafnfirðingar framúr og komust í 10-5.  Þá voru gerðar breytingar á vörn Selfyssinga og Pawel lokaði rammanum, í hálfleik var munurinn því aðeins eitt mark 14-13.  Í seinni hálfleik var svo jafnt á flestum tölum þar til 5 mínútur voru eftir, þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið og slepptu því ekki þó svo að sitt hvað gengi á.

Það er því ljóst að Selfoss situr eitt í toppsæti deildarinnar eftir 6. umferð.  Niðurstaða þessarar tarnar sem liðið er að koma úr hlýtur að teljast afar góð 5 leikir á 15 dögum, 3 sigrar gegn toppliðum í deildinni og samanlagður sigur í EHF Cup gegn Ribnica í tveim leikjum.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 8, Árni Steinn Steinþórsson 6, Haukur Þrastarson 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Einar Sverrisson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Hergeir Grímsson 1, Guðni Ingvarsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 15 (36%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.isMbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur er svo hjá stelpunum á þriðjudaginn 23. okt kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.  Það er síðasti heimaleikur þeirra í nokkarar vikur.  Strákarnir eiga ekki leik fyrr en eftir landsleikjahlé, 4. nóv í Hleðsluhöllinni á móti KA, nánar um það síðar.

____________________________________

Mynd: Elvar Örn Jónsson var maður leiksins, átti 5 stoðsendingar og skoraði 8 mörk.

Umf. Selfoss / JÁE