Bikarhelgin framundan

coca_cola_bikarinn_selfoss_net
coca_cola_bikarinn_selfoss_net

Um helgina fer fram Final 4 í Coca cola bikarnum eins og flestir vita. Selfoss mætir Fram í undanúrslitum á föstudaginn kl 19:30. Enn er eitthvað til af miðum á leikinn og er hægt að fá þá í verslun TRS á Selfossi og Bílaborg, Stórhöfða 26 í Reykjavík.

Fyrir leik verður upphitun í Hótel Selfoss og hefst hún kl 16:00. Fólk er hvatt til að mæta snemma því að þjálfarar liðsins munu koma og tala við stuðningsmenn, boðið verður uppá andlitsmálningu fyrir börnin og stuðningsmannasveitin Skjálfti mun æfa söngva. Sætaferðir verða í boði Guðmundar Tyrfingssonar frá Hótel Selfoss kl 17:30 (ath. takmarkað magn sæta).

Selfoss fór síðast í undanúrslit í bikarnum árið 2013 og tapaði þar fyrir ÍR. Í því liði voru m.a. Einar Sverrisson, Sverrir Pálsson og Helgi Hlynsson. Það eru hins vegar orðin 25 ár síðan Selfoss komst síðast í úrslitaleik bikarsins. Það var eftirminnilegur leikur við Val árið 1993 sem margir muna eflaust eftir.