Umf.Selfoss, hefur ákveðið að bjóða öllum börnum og unglingum, frá Grindavík, sem það kjósa, að mæta á æfingar hjá deildum félagsins, endurgjaldslaust, á meðan þau geta ekki stundað íþróttastarf í Grindavík. Hugur allra ungmennafélaga er hjá íbúum Grindavíkur og vilja þeir gera allt til þess að aðstoða á þann hátt sem þeir geta. Formaður félagsins, Helgi Sigurður Haraldsson, hefur haft samband við formann Ungmennafélags Grindavíkur, Klöru Bjarnadóttur og boðið þetta fram og munu þau miðla nauðsynlegum upplýsinga til foreldra og iðkenda frá Grindavík, um tengiliði innan Umf.Selfoss og um æfingar og æfingatíma hjá félaginu.