Knattspyrna - A-landslið kvenna (1)
Laugardaginn 7. október fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Venju samkvæmt var keppt í fjölþraut sem samanstendur af þrautum sem reyna á úthald, snerpu, styrk og samhæfingu. Frjálsíþróttadeildin átti 6 flotta krakka á mótinu sem kepptu í fjölþraut í 9-10 ára aldursflokki. Stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði og voru deildinni til mikils sóma innan vallar sem utan. Þjálfarar á mótinu voru Díana Gestsdóttir og Hildur Helga Einarsdóttir.