Egill og Þór Íslandsmeistarar

Júdó - Íslandsmeistaramót Opinn flokkur
Júdó - Íslandsmeistaramót Opinn flokkur

Selfyssingar kræktu í tvo titla á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem var haldið í íþróttahúsinu í Digranes í Kópavogi sunnudaginn 16. maí.

Alls voru ellefu Íslandmeistarar voru krýndir og meðal þeirra voru Þór Davíðsson í +100 kg flokki sem vann sinn fimmta titil og Egill Blöndal -90 kg flokki en hann vann sinn sjötta titil og þann fjórða í röð.

Í opnum flokki varð Árni Pétur Lund úr JR Íslandsmeistari eftir hörku úrslitaglímu gegn Agli sem hafði titil að verja.

Nánari upplýsingar og myndir af mótinu má finna á vefsíðu Júdósambandsins.

---

Egill (t.v.) og Þór (annar f.h.) á verðlaunapalli í opnum flokki.
Ljósmynd: JSÍ