Elena í atvinnumennsku í Noregi

Handbolti - Elena Elísabet Birgisdóttir
Handbolti - Elena Elísabet Birgisdóttir

Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir gekk á dögunum til liðs við norska fyrstu deildarliðið Førde IL. Elena, sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin tvö ár, gerði eins árs atvinnumannasamning við liðið með möguleika á framlenginu um annað ár.

Elena kemur ekki að tómum kofanum hjá Førde IL því Hilmar Guðlaugsson er nýtekinn við sem þjálfari liðsins en hann þjálfaði hjá Selfossi áður en hann flutti sig um set til Noregs. Eins og áður segir leikur Førde IL í fyrstu  deild og endaði í níunda sæti á síðustu leiktíð af tólf liðum. Síðasta leiktíð var fyrsta ár liðsins í fyrstu deild en það eru fjórar deildir í norska kvennaboltanum og svo úrvalsdeildin (eliteserien).

Með þessu fetar Elena í fótspor frænku sinnar Ingu Fríðu Tryggvadóttur og Selfyssinganna Auðar Hermannsdóttur og Huldu Bjarnadóttur sem allar spiluðu í atvinnumennsku eftir að hafa slitið handboltaskónum á Selfossi.

---

Elena handsalar samninginn við Odd Erik Gullaksen íþróttastjóra Førde IL eru í 1 deild og enduðu í 9 sæti á síðustu leiktíð af 12 liðum.

Ljósmynd úr einkasafni.