handbolti-teitur-orn-einarsson
ÍBV vann afar þægilegan sigur á Selfossi í Olís-deildinni í gær. Leiknum lauk með níu marka sigri 27-36 þar sem gestirnir voru með leikinn í höndum sér frá upphafi til enda, staðan í hálfleik 11-20. ÍBV náði mest tólf marka forystu 18-30 en Selfyssingum tókst að skora fjögur mörk gegn einu á síðustu metrunum og endaði leikurinn með níu marka sigri gestanna.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Teitur Örn var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk, Elvar Örn skoraði 4, Guðni, Sverrir Pálsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Alexander Már skoruðu 2 mörk og Einar, Örn Þrastarson, Árni Geir Hilmarsson, Hergeir og Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark. Einar varði einnig fjögur skot í leiknum líkt og Helgi.
Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni er Selfoss í 7. sæti með 20 stig einungis tveimur stigum frá úrslitakeppninni og tveimur stigum frá fallsæti. Næsti leikur er gegn Stjörnunni í Garðabæ fimmtudaginn 23. mars kl. 19:30.
---
Teitur Örn var markahæstur.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE