FRÍ logo blátt
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan listi yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára (14 ára fá rétt á að komast inn í þennan hóp núna í haust). Hópurinn samanstendur af 47 stelpum og 44 strákum. Þau koma víða af landinu eða úr 14 félögum og á Selfoss fimm einstaklinga í hópnum. Það eru þau Halla María Magnúsdóttir, Harpa Svansdóttir, Teitur Örn Einarsson, Sigþór Helgason og Sólveig Helga Guðjónsdóttir.
Hlutverk þessa hóps er að hittast fyrir utan hina almenna frjálsíþróttakeppni, fá fræðslu, kynnast fyrrum stjörnum og kynnast hvort öðru á öðrum grundvelli. Hópurinn er valinn í ár eftir nýjum lágmörkum og er hægt að nálgast þau á heimasíðu FRÍ undir unglingalandsliðsmálum. Alltaf er hægt að komast inn í hópinn um leið og lágmörkum er náð. Verkefnastjóri þessa ungmenna er Þórunn Erlingsdóttir.
Fyrsta æfingin er á dagskrá um mánaðarmótin október/nóvember. Þar munu þau fá dagskrá yfir veturinn og næstu árin. Af þessum 9 árgöngum þá er árgangurinn 1998 fjölmennastur eða með 33 einstaklinga (17 stelpur og 16 stráka), fámennasti árgangurinn er 1991 með aðeins einn ungkarl en enga ungkonu. Því miður er fækkunin hjá elsta hópnum mikil og sjá má að meðal 19-22 ára eru aðeins 10 einstaklingar af 91. Aðeins 11%. En við erum reyndar með mjög sterka einstaklinga þar á meðan sem eru að standa sig mjög vel og voru þau öll á stórmótum í sínum aldursflokki síðasta sumar.
Fréttin í heild sinni er á vef FRÍ.