Ásta Petrea Hannesdóttir #94
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram um helgina í Ólafsvík. Mótið var haldið á vegum Motocrossklúbbs Snæfellsbæjar og voru rúmlega 70 keppendur skráðir til leiks. Brautin á Ólafsvík er sandbraut og þykir sú erfiðasta í mótaröðinni. Frá UMFS voru fjórir keppendur sem tóku þátt. Eric Máni Guðmundsson sigraði unglingaflokkinn, Alexander Adam Kuc varð í 2. sæti í MX2, Ásta Petra Hannesdóttir varð í 4. sæti í kvennaflokk og Ragnheiður Brynjólfsdóttir varð 3. sæti í 30+.
Næsta umferð Íslandsmótsins fer svo fram á Akranesi þann 8. júlí næstkomandi.