Guðjónsdagurinn 2018

27655336_10212811023403907_7500371896019667380_n
27655336_10212811023403907_7500371896019667380_n

Það er komið að því kæru vinir og félagar.
Í ár eru 9 ár síðan að Guðjón Ægir Sigurjónsson vinur okkar kvaddi þennan heim, og til að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð þá er komið að Guðjónsmótinu/Guðjónsdeginum 2018.

Dagurinn hefst laugardaginn 7 apríl 2018 kl. 10:00 um morguninn í Íþróttahúsinu Iðu með Guðjónsmótinu í knattspyrnu, sem er firma- og hópakeppni.

Mótið mun fara fram í Íþróttahúsinu Iðu. Leiktíminn verður 1x7 mínútur og verður spilað í 4 riðlum þar sem efsta lið hvers riðils mun komast áfram í undanúrslit. Einungis er löglegt að hafa einn leikmann, sem er með skráðan leik í Íslandsmóti og eða bikarkeppni karla og kvenna 2017 (sama hvaða deild það er) inná í einu. Nánari upplýsingar varðandi reglur mótsins er hægt að fá við skráningu liðs. Það er nú bara þannig að við getum einungis tekið á móti 20 liðum eða hópum í ár þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Uppselt hefur verið í mótið síðustu ár og færri komist að en vilja. Skráning er hjá Sævari í síma 899-0887 eða saevar.thor.gislason@olgerdin.is og Sveinbirni 897-7697 eða knattspyrna@umfs.is . Þátttökugjaldið er 30.000 kr á lið.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess verða verðlaun fyrir bestu búningana og eftirtektaverðasta leikmanninn. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta stuðningsliðið í stúkunni.
Þetta er viðburður sem ekki má láta fram hjá sér fara, taumlaus gleði og grín og misgóðir sparksnillingar að reyna fyrir sér í knattspyrnu. Sigurvegarar síðasta árs voru Myrra og vitum við fyrir víst að þeim verður veitt veruleg keppni þetta árið.

Að móti loknu verður svo stanslaust stuð í Hvíta húsinu á Styrktarballi Knattspyrnudeildarinnar, Það mun verða auglýst betur síðar.

Láttu þig ekki vanta laugardaginn 7 apríl n.k. og taktu þátt í skemmtilegum degi með okkur til minningar um frábæran félaga.