Guðmundur Tyrfingsson æfði með Brighton & Hove Albion

image1
image1

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss eyddi síðustu viku hjá enska úrvlasdeildarfélaginu Brighton & Hove Albion þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum félagsins.

Heimsóknin gekk mjög vel, Guðmundur æfði af krafti, fór í læknisskoðun og átti einnig viðtöl við forsvarsmenn félagsins og  endaði á að spila svo einn leik.  

Gummi lék með unglingaliði Brighton, hann spilaði sem striker allan leikinn og stóð sig virkilega vel, fékk ekki úr miklu að moða í fyrri hálfleik en átti fínan seinni hálfleik.

Leikurinn endaði með jafntefli, 4-4.

Gummi skoraði 2 fín mörk og fiskaði auk þess 2 víti sem liðsfélagi hans tók og skoraði úr öðru þeirra.

Heilt yfir flottur leikur hjá okkar manni og frábær vika við bestu aðstæður.

Nú í lok mánaðar mun Guðmundur svo halda til Hollands þar sem honum hefur verið boðið að æfa með  Hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen í viku

Óskum Guðmundi góðs gengis