Halldór Jóhann
Halldór Jóhann mun taka tímabundið við liði Barein og stýra liðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi nú í janúar. Þar er Barein í riðli með Ólympíu- og heimsmeisturum Dönum, Argentínu og Kongó. Hann mun þó áfram stýra liði Selfoss með góðum stuðningi frá þjálfarateyminu. Samningur Halldórs við Barein er tímabundinn og mun renna út eftir að HM lýkur.
,,Já, þeir höfðu samband á mánudag og spurðu hvort að ég gæti tekið að mér þetta verkefni. Mér líst mjög vel á verkefnið, verður erfitt en skemmtilegt. Eg mun koma reynslunni ríkari til baka".
Við óskum Halldóri góðs gengis í þessu skemmtilega verkefni.