Handboltaskóli Selfoss
Í sumar verður handknattleiksdeildin með handboltaskóla fyrir krakka á aldrinum 8-13 ára (fædd 2000-2005).
Um er að ræða þrjú námskeið og er hvert námskeið ein vika í senn.
10. – 14. júní
18. – 21. júní (hefst á þriðjudegi)
24. – 28. júní
Æfingar verða á mánudögum til föstudags frá kl. 10-12 og fer handboltaskólinn fram í íþróttahúsi Vallaskóla. Einnig munum við æfa utanhúss ef veður leyfir.
Í handboltaskólanum er lögð áhersla á grunnatriði svo sem skot, fintur, liðsspil og leikskilning en einnig verður spilað á ýmsa vegu.
Umsjónarmaður handboltaskólans er Stefán Árnason þjálfari hjá Selfossi. Með honum verða leikmenn úr handboltadeildinni sem hafa reynslu af þjálfun barna. Auk þeirra munu sérstakir gestir láta sjá sig í skólanum.
Vikan kostar einungis 2500 krónur og ef skráð er á öll námskeiðin er kostnaður fyrir allar þrjár vikurnar 6000 krónur samanlagt.
Endilega skoðið þetta fyrir allt ungt handboltafólk og takið vikurnar frá. Handboltaskólinn mun vera bæði skemmtilegur og hjálpa krökkunum að bæta sig í handboltanum.
Skráning í handboltaskólann er á netfangið stefanarna@gmail.com eða í síma 868-7504.