friskir_floamenn
Fræðslufundur Frískra Flóamanna verður haldinn fimmtudaginn 23. mars í Tíbrá á Selfossi kl. 20:00. Fyrirlesari er Helga Þóra Jónsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkraþjálfun. Helga Þóra er jafnframt reyndur fjalla- og náttúruhlaupari. Hún hefur gegnum hlaupin og starf sitt öðlast mikla reynslu í meðhöndlun hlaupameiðsla.
Fyrirlestur Helgu Þóru nefnist Hlaup, hlaupameiðsli og forvarnir. Í fyrirlestrinum kemur Helga Þóra inn á hlaupastíl, líkamsstöðu, algeng hlaupameiðsli, forvarnir og fleira. Þótt fyrirlesturinn sé einkum sniðinn að þörfum hlaupara gagnast hann jafnframt fólki sem stundar aðrar íþróttagreinar.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.