Hrafnhildur og Karitas til Króatíu

ksi-merki
ksi-merki

Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir leikmenn mfl. Selfoss í knattspyrnu eru í U19 landsliði Íslands sem tekur þátt í milliriðlim EM í Króatíu í apríl.

Liðið fer út fimmtudaginn 3. apríl og dvelur í Terme Tuhelj í Króatíu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Skotlandi 5. apríl, tveimur dögum síðar er leikið við Rússa og lokaleikurinn gegn heimamönnum í Króatíu fer fram 10. apríl. Liðið kemur aftur heim til Íslands föstudaginn 11. apríl.

Það fer örugglega vel um stelpurnar í ferðinni því að yfirfararstjóri verður Selfyssingurinn brosmildi Tómas Þóroddsson.

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum okkar góðs gengis í ferðinni.