HSÍ | Fjölliðamótum yngri flokka frestað

HSI
HSI

Í gær fundaði HSÍ með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum eins og hafði verið ákveðið á fundi sambandanna á mánudag með almannavörnum. Í dag er enn óbreytt staða frá yfirvöldum þ.e. að ekki er um að ræða samkomubann. HSÍ mun almennt fara eftir þeim tilmælum og munu allir leikir fara fram skv. leikjadagskrá þar til annað verður tilkynnt.

Hins vegar hefur HSÍ verið í nánu sambandi við þau félög sem fyrirhuguðu að halda fjölliðamót á næstu tveimur vikum. Ljóst er að þegar hafa borist afboðanir þátttakenda og sjálfboðaliða og því erfitt fyrir umrædd félög að fullnægja þeim skilyrðum sem sett hafa verið af hálfu almannavarna til skipuleggjenda viðburða. Í þessu ljósi hefur HSÍ ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum á vegum HSÍ næstu tvær vikur. Þetta á því við um eftirfarandi mót:

FH               5. fl. kvenna eldri             13-15. mars
KR               5. fl. karla eldri                  13-15. Mars
Fram           6. fl. karla eldri                  13-15. mars
Víkingur     6. fl. kvenna eldri             13-15. mars
Stjarnan     5. fl. karla yngri                 20-23. mars
ÍBV              5. fl. kvenna yngri            20-23. mars
Fjölnir         6. fl. karla yngri                 20-23. mars
HK               6. fl. kvenna yngri            20-23. mars

HSÍ mun tilkynna sérstaklega um framhaldið hjá þessum flokkum. Ítrekað er að aðrir leikir í öðrum flokkum og keppnum fara fram skv. leikjadagskrá en staðan hvað það varðar verður metin daglega og allar ákvarðanir tilkynntar hlutaðeigandi aðilum.

Að gefnu tilefni vill HSÍ árétta að allir aðilar, bæði þáttakendur, skipuleggjendur og aðrir fari að leiðbeiningum almannavarna.

Tilkynning frá HSÍ