Selfoss 1
Nú á laugardaginn fór fram fyrri hluti Íslandsmóts í hópfimleikum.
Mótið fór fram á Akranesi og var umgjörðin hjá Skagamönnum til mikillar fyrirmyndar og mótinu meðal annars varpað í beinni á youtube fyrir þá sem gátu ekki mætt.
Selfoss átti 3 lið á þessum hluta mótsins, en þau kepptu öll í 2. flokki, 2 lið í A flokki og 1 lið í B flokki.
Selfoss 2 keppti í fyrsta hluta, þar sem keppni fór fram í 2. flokki B, og lenti þar í 6. sæti en þær eiga mikið inni.
Selfoss 1 og 3 kepptu í 2. hluta mótsins, en þar keppti 2. flokkur A.
Selfoss 1 varð þar í 2. sæti, en silfrið hefur verið þeirra í allan vetur í þessum flokki. Þær eru þarmeð búnar að stimpla sig sem eitt af bestu unglingaliðum á Íslandi og það verður gaman að fylgjast með þeim næsta vetur, þegar þær fara upp um flokk og keppa í 1. flokki.
Selfoss 3 var að keppa í A deild í fyrsta skipti í vetur, en þær færðust upp um deild eftir Bikarmót unglinga. Stelpurnar keyrðu ný stökk og stóðu sig vel á þessu móti og uppskáru 6. sæti, en þær eru á yngra ári í flokknum og keppa því aftur í 2. flokki á næsta ári.
Innilega til hamingju allar!
Næstu helgi fer seinni hluti mótsins fram, en það verður á Egilsstöðum og þar á Selfoss 9 lið.
Áfram Selfoss!