Landsliðsfólk Selfoss

39441324_1256318444520806_149038801145036800_o
39441324_1256318444520806_149038801145036800_o

Nóg var að gera hjá Selfyssku landsliðsfólki um helgina, en Selfoss átti fulltrúa í A-landsliðum karla og kvenna, U-17 og U-19 landsliðum karla. Áður hefur verið fjallað um gengi U-17 ára liðsins og A-landsliðs karla.

 

A-landslið kvenna: Þær Katrín Ósk Magnúsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir voru valdar í A-landslið kvenna sem kom saman til æfinga um helgina. Hópurinn samanstendur af leikmönnum sem spila í Olísdeild kvenna. 

 

U-19 karla: Þeir Alexander Hrafnkelsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Sölvi Svavarsson voru valdir í 26 manna æfingahóp sem kom saman til æfinga um helgina. Næsta verkefni liðsins er Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýars, en liðið á titil að verja. Hópinn í heild sinni má sjá hér.

 

U-21 karla: Teitur Örn Einarsson var með liði U-21 sem spilaði tvo leiki við Frakka hér heima. Ísland sigraði fyrri leikinn, 28-24 þar sem Teitur var markahæstur með 8 mörk. Seinni leikurinn tapaðist 21-26 þar sem Teitur var einnig markahæstur með 7 mörk.

____________

Mynd: Perla Ruth og Hrafnhildur Hanna voru valdar í A-landslið kvenna ásamt Katríni Ósk.