Luka Jagacic
Selfyssingar unnu langþráðan sigur þegar þeir tóku á móti Fram í 1. deildinni í gær.
Ingþór Björgvinsson braut ísinn á 35. mínútu eftir sendingu frá Luka Jagacic og staðan 1-0 í hálfleik. Selfyssingar spiluðu á köflum mjög vel og það skilaði öðru marki á 70 mínútu þegar Luka skoraði úr vítaspyrnu. Eftir þetta vaknaði líf hjá Fram en vörn Selfyssinga hélt þangað til á lokamínútu leiksins að Fram minnkaði muninn úr vítaspyrnu.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir sex umferðir og mætir Fjarðabyggð í næstu umferð. Leikurinn fer fram á Eskjuvellli og hefst kl. 13:00 sunnnudaginn 21. júní.
---
Luka átti stoðsendingu og skoraði seinna mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss