Knattspyrnudeild Umf.Selfoss auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt öflugum hópi starfsfólks og sjálfboðaliða, tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi deildarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika og metnað. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Umf.Selfoss ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og heyrir beint undir stjórn Knattspyrnudeildar Umf.Selfoss. Starfshlutfall er 100% og er ráðning ótímabundin.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með daglegum rekstri og starfsemi Knattspyrnudeildar Umf.Selfoss
- Stýring fjármála, áætlunargerð og kostnaðareftirlit
- Tekjuöflun og markaðsetning deildarinnar
- Eftirfylgni og innleiðing á stefnu deildarinnar í samráði við stjórn og hagsmunaaðila
- Umsjóna og eftirfylgni varðandi starfsmannamál
- Innkaup, samningagerð og samskipti við styrktaraðila og birgja
- Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefna s.s móta og leikja
- Efla umgjörð deildarinnar í samstarfi við stuðningsmenn, sjálfboðaliða og styrktaraðila
- Umsjón stjórnarfunda og upplýsingagjöf til stjórnar
- Ábyrgð á samskiptum við íþróttasambönd, sérsambönd, styrktaraðila, aðrar stjórnir innan Umf.Selfoss, sjálboðaliða og annarra hagsmunaaðila
- Ábyrgð á fjármálum deildarinnar, uppgjöri og reikningshaldi
- Ábyrgð á gerð greininga, fjárhags- og rekstraráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi til að mynda á sviði fjármála, rekstrar, íþrótta eða stjórnunar
- Haldbær reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af áætunargerð og uppgjörum
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að hafa sterka leiðtoga- og skipulagsfærni
- Góð færni að tjá sig í ræðu og riti hvort sem er á íslensku eða ensku
- Reynsla og þekking af íþróttastarfi er æskileg
- Frumkvæði og áræðni ásamt jákvæðu viðhorfi