Lokahóf akademíunnar fór fram um helgina

akademia-lokahóf
akademia-lokahóf

Á föstudaginn s.l. fór fram sameiginlegt lokahóf hjá handknattleiksakademíu FSu, 3.flokki karla og kvenna. Lokahófið var haldið í Tíbrá og var það á sumarlegum nótum, þar sem grillað var ofan í mannskapinn lambakjöt.

Níu einstaklingar útskrifuðust úr handknattleiksakademíunni en það voru þau: Anna Kristín Ægisdóttir, Dagbjört Rut Kjaran Friðfinssdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Grímur Bjarndal Einarsson, Gunnar Birgir Guðmundsson, Hannes Höskuldsson, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Trausti Elvar Magnússon og Páll Dagur Bergsson.

 

 

Verðlaunaafhendingar fór fram fyrir hvorn flokk fyrir sig. Í 3.flokk karla voru eftirtalin verðlaun veitt:

Markakóngur: Páll Dagur Bergsson
Framför og Ástundun: Hannes Höskuldsson
Varnarmaður ársins: Páll Dagur Bergsson
Leikmaður ársins: Alexander Hrafnkelsson

Í 3.flokk kvenna fengu eftirtaldir verðlaun:

Markadrottning: Elva Rún Óskarsdóttir
Framför og Ástundun: Sigríður Lilja Sigurðardóttir
Varnarmaður ársins: Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Leikmaður ársins: Elva Rún Óskarsdóttir

Í akademíunni eru sérstök verðlaun veitt fyrir afrek ársins, en þau verðlaun eru veitt fyrir tölfræðiafrek á tímabilinu. Einnig eru veitt verðlaun fyrir framfarir í lyftingum og síðast en ekki síst er afreksmaður ársins útnefndur, en þau verðlaun eru veitt fyrir hugarfar og viðhorfs við æfingar og keppni.

Mestu framfarir í lyftingum: Elín Krista Sigurðardóttir
Afrek ársins:  Haukur Þrastarson
Afreksmaður ársins: Sigurður Arnar Leifsson

Við óskum þessu unga og efnilega fólki að sjálfsögðu til hamingju með sín verðlaun.