Þessir krakkar ásamt fleiri krökkum úr HSK skipa öflugt keppnislið HSK/Selfoss um helgina
Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram dagana 23.-25. júní á Selfossvelli. Tæplega 200 krakkar eru skráðir á mótið frá fjórtán félögum víðs vegar af landinu. Keppni er frá 17:00-18:30 í dag föstudag, 10:00-16:30 á laugardag og 10:00-15:30 á sunnudag. Lið ÍR sigraði stigakeppnina í fyrra en spennandi verður að sjá hvernig keppnin fer þetta árið. Lið HSK/Selfoss sendir öflugt lið til keppninnar í ár og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja þau til afreka. Mjög marga sjálfboðaliða þarf til að annast ýmis störf um helgina og áhugasamir sjálfboðaliðar mega endilega snúa sér til Ólafs Guðmundsssonar starfsmannastjóra mótsins.