Öruggt í Víkinni

Helgi Hlynsson
Helgi Hlynsson

Selfoss gerði sér lítið fyrir og unnu Víking með 11 mörkum, 25:36 í Víkinni í kvöld. Það var fljótt ljóst í hvað stefndi og var staðan í hálfleik 12-19 eftir ótrúlegt flautumark Teits í fyrri hálfleik frá miðju. Selfyssingar héldu uppi uppteknum hætti í seinni hálfleik og var munurinn fljótt orðinn tíu mörk og sigurinn aldrei í hættu.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk þar af 3 víti. Einar Sverrisson og Haukur Þrastarson skoruðu báðir 6 mörk, Hergeir Grímsson var með 4 mörk, Árni Steinn Steinþórsson, Atli Ævar Ingólfsson og Alexander Egan voru með 3 mörk hvor og Sverrir Pálsson skoraði 1 mark.

Helgi Hlynsson stóð sig vel í rammanum og varði 11 skot sem var um 38% markvarsla. Sölvi lokaði einnig rammanum í tveimur vítum.

Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar eftir leikinn með 14 stig og eiga næst leik gegn Stjörnunni á fimmtudaginn n.k.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Helgi Hlynsson varði 11 skot í marki Selfoss í leiknum.

Jóhannes Á. Eiríksson.