Öruggur sigur hjá strákunum

Helgi Hlynsson
Helgi Hlynsson

Handboltaveislan hélt svo áfram þegar strákarnir mættu Fram. Selfoss byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti, staðan í hálfleik var 19:11. Selfyssingar gáfu ekkert eftir og unnu mjög sannfærandi sjö marka sigur, 36:29.

Einar Sverrisson var markahæstur með 8 mörk og Haukur Þrastarson 6 mörk. Teitur Örn Einarsson og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu báðir 5 mörk. Hergeir Grímsson og Richard Sæþór Sigurðsson skoruðu 3 mörk hvor. Tryggvi Þórisson spilaði sínar fyrstu mínutur í kvöld og skoraði 2 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson var einnig með 2 mörk. Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Helgi Hlynsson skoruðu báðir 1 mark.

 

Helgi Hlynsson stóð sig frábærlega í marki Selfoss og varði 18 skot, þar af 2 víti og var þar með 40% markvörslu.

Selfoss verður því í 4.sæti í deildinni yfir jólin með 20 stig, næsti leikur hjá strákunum er 1.febrúar gegn Val.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Helgi átti frábæran leik í kvöld og var með 18 skot varin
Jóhannes Á. Eiríksson.